Vefuppfletti í fasteignaskrá

Umsókn um vefuppfletti í fasteignaskrá

Athugið

Eingöngu er heimilt að nota upplýsingar úr þjóðskrá og fasteignaskrá í reglubundinni starfsemi umsækjanda.  Notkun þeirra verði bundin við þann tilgang sem nánar er tilgreindur á þessu eyðublaði. Óheimilt er að miðla upplýsingum úr skránni til þriðja aðila.

Óheimilt er að safna upplýsingunum saman eða breyta þeim. Umsækjandi skuldbindur sig til þess að leiðbeina starfsmönnum sínum sem aðgang hafa að þjóðskrá um efni skilmála og rétta notkun á upplýsingum.

Eingöngu er heimilt að fletta upp eftir landsnúmeri, fasteignanúmeri eða heiti fasteignar.

Greitt er fyrir veitta upplýsingar samkvæmt gjaldskrá sem er í gildi á hverjum tíma (leyfisgjald auk færslugjalds) og samkvæmt gildandi lögum.  Reikningsuppgjör verður sent út mánaðarlega.

Rafræn veðbandayfirlit kemur ekki í stað vottorðs þinglýsingarstjóra um efni þinglýsingarbóka samkvæmt þinglýsingarlögum.

Öll notkun umsækjanda á upplýsingum sem samræmist ekki ákvæðum samnings um afnot af þjóðskrá og fasteignaskrá er með öllu óheimil. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að fella niður aðgangsheimild þegar í stað telji stofnunin að öryggi upplýsinga sé ábótavant eða að notkun umsækjanda samræmist ekki skyldum hans samkvæmt umsókn þessari eða fyrirmælum Þjóðskrár Íslands.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar