Kerfiskennitala á kerfiskennitöluskrá

Beiðni um skráningu og úthlutun kerfiskennitölu til erlends ríkisborgara.

Afhendingarmáti

Tölvupóstur

Afgreiðslutími:

Fer eftir eðli máls

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Einungis opinberir aðilar geta sótt um kerfiskennitölu fyrir erlenda ríkisborgara. Umsóknir þurfa að berast rafrænt og með rafrænni auðkenningu. Með umsókninni staðfestir opinberi aðilinn að hann sækir um kerfiskennitöluna vegna sérstakar nauðsynjar sbr. ofangreint viðmið og til eigin notkunar.

Athugið að skráning á kerfiskennitöluskrá er eingöngu fyrir einstaklinga sem dvelja skemur en 3-6 mánuði á Íslandi eða hafa enga viðdvöl hér á landi. Skráningin veitir engin réttindi á Íslandi. Ef erlendur ríkisborgari hyggst dvelja lengur en 3-6 mánuði á Íslandi og njóta réttinda hér á landi þá gildir eftirfarandi: EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja umfram þrjá mánuði nota eyðublað A-270 (íslenska) eða A-271 (enska). Norðurlandabúar sem ætla að dvelja umfram sex mánuði nota eyðublað A-257. Aðrir sækja skráningu til Útlendingastofnunar.

Lagaheimild skráningar