Afgreiðslutími vegabréfa  

Frá og með 13. janúar 2017 verður afgreiðslutími vegabréfa lengdur úr 9 virkum dögum í 17 virka daga, þar er meðtalinn sendingartími á umsóknarstað eða til umsækjanda (innanlands). Boðið er uppá að sækja vegabréf í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, eftir hádegi á 14. virka degi. Ástæða lengingar afgreiðslutímans er að tafir hafa orðið á sendingu vegabréfabóka sem áttu að afhendast fyrr í janúarmánuði frá erlendum framleiðanda. 

Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur.

Þjóðskrá Íslands leitar allra leiða að fá hluta sendingarinnar fyrr til að draga úr þeim óþægindum sem þetta kann að valda almenningi og mun senda út nýja tilkynningu um leið og aðstæður breytast.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að greiða vegabréf með kreditkorti eða erlendu korti.  

Þeir sem þurfa vegabréfið fyrr verða að greiða sérstaklega fyrir.

Vegabréf eru framleidd á einum stað og eru þau send í pósti á heimilisfang umsækjanda, þann stað sem hann tiltekur (nafn umsækjanda verður að vera skráð á hurðarskilti/bréfalúgu heimilisfangs), á umsóknarstað eða sótt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartún 21.

Verð fyrir vegabréf, sjá gjaldskrá fyrir vegabréf.

Frá 1. mars 2013 verður gildistími vegabréfa tíu ár frá útgáfudegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.


Leit

Leit