Úrræði sem íslensk sendiráð og ræðisskrifstofur hafa til að aðstoða íslenska ríkisborgara erlendis og eru án gilds vegabréfs.

Hægt er að sækja um vegabréf í eftirtöldum sendiráðum Íslands: í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Berlín, Washington DC og í Peking.

Íslenskum sendiskrifstofum og kjörræðismönnum, sem heyra undir íslensku utanríkisþjónustuna, er heimilt að gefa út vegabréf til bráðabirgða (neyðarvegabréf) ef brýna nauðsyn ber til.

Upplýsingar um íslenskar sendiskrifstofur: sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur á vef utanríkisráðuneytisins.


Leit

Leit