Gott að hafa í huga þegar sótt er um vegabréf:

Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

Vinsamlegast athugið að á sumrin er mikið álag á umsóknarstöðum um og eftir hádegi.

Umsóknarstaðir erlendis á vef utanríkisráðuneytis

Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér er sótt er um vegabréf:

Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera.

Á umsóknarstað eru tekin andlitsmyndfingraför og rithandarsýnishorn.

Hvar er hægt að sækja um vegabréf?

Athugið að ekki er skilyrði að sótt sé um vegabréf í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili.

Umsóknarstaðir:

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu:
Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogur

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum:
Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík

Sýslumaðurinn á Suðurlandi:
Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss
Austurvegi 6, 860 Hvolsvöllur
Ránarbraut 1, 870 Vík
Hafnarbraut 36, 780 Höfn
Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjar

Sýslumaðurinn á Austurlandi:
Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfjörður
Strandgata 52, 735 Eskifjörður
Lyngás 15, 700 Egilsstaðir
Lónabraut 2, 690 Vopnafjörður

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra:
Útgarði 1, 640 Húsavík
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Gránugötu 6, 580 Siglufjörður

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra:
Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós
Suðurgötu 1, 550 Sauðárkrókur

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum:
Aðalstræti 92, 450 Patreksfjörður
Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður
Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík

Sýslumaðurinn á Vesturlandi:
Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmur
Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes
Stillholti 16-18, 300 Akranes


Leit

Leit