Umsækjandi vegabréfs skal gera grein fyrir vegabréfum sem hann hefur fengið útgefin og enn eru í gildi. Ef vegabréf sem er í gildi hefur glatast eða misfarist skal umsækjandi fylla út þar til gert eyðublað og og það skannað inn í kerfið. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr laga um vegabréf skal þá nýtt vegabréf gefið út til sama tíma og fyrra vegabréf. Með heimild í 18. gr. reglugerðar um íslensk vegabréf, mega þeir sem tvisvar sinnum eða oftar hafa glatað vegabréfum sínum eiga von á að vegabréfum þeirra verði ákvarðaður 2ja ára eða skemmri gildistími á meðan hin glötuðu vegabréf eru í gildi.

Ef umsækjandi vill ekki una því að fá vegabréf með skertum gildistíma skal honum bent á að hann geti skotið þeirri ákvörðun til Þjóðskrár Íslands.


Leit

Leit