Vegabréf skal gefið út með fullu nafni umsækjanda, sbr. 1. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Samkvæmt alþjóðlegum reglum og stöðlum eru 38 stafbil í vegabréfi. Íslensku stafirnir þ, æ og ö taka tvö stafbil. Ef fullt nafn er lengra en 38 stafbil skal skammstafa eiginnafn/eiginnöfn og/eða millinafn, þó þannig að fyrsta eiginnafn í vegabréfi sé ritað fullum stöfum.

Rithandarsýnishorn

Við umsókn um vegabréf skal umsækjandi gefa rithandarsýnishorn á þar til gerðan búnað. Undirskriftin skal gefa góða mynd af rithönd umsækjanda, og vera eins og umsækjandi skrifar venjulega undir skjöl (ekki skilyrði að ritað sé fullt nafn samkvæmt þjóðskrá).

Börn yngri en tíu ára þurfa ekki að gefa rithandarsýnishorn.

Ef umsækjandi á örðugt með að leggja fram rithandarsýnishorn, vegna veikinda eða fötlunar, skal í hvert sinn metið hvort færa skuli rithandarsýnishorn í vegabréf.

Hæð

Ekki skal skrá í vegabréf hæð barna sem ekki hafa náð 10 ára aldri.

Hæð allra annarra skal skrá. Ekki skal skrá aukastafi, þ.e. hæðin skal vera í heilum sentímetrum. (dæmi 189 cm)


Leit

Leit