Gildistími Vegabréfa breytist

Frá 1. mars 2013 verður gildistími vegabréfa tíu ár frá útgáfudegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Afgreiðslutími vegabréfa  

Frá og með 16. september 2013 verður afgreiðslutími vegabréfa allt að 10 dögum. Framleiðslutími hjá Þjóðskrá Íslands er ein vika og síðan er bréfið sent í A-pósti sem getur tekið allt að þremur dögum. Athugið: Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur.

Ábending til ferðamanna

Undanfarin misseri hefur það margítrekað komið fyrir að Íslendingar á leið til útlanda hafa orðið fyrir því að þeir lenda í vandræðum vegna gildistíma vegabréfa, er synjað um landgöngu eða synjað um að fara um borð í flugvélar, ef vegabréf þeirra gilda ekki að minnsta kosti sex mánuðum lengur en áætluð dvöl í viðkomandi ríki.

Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan EES svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji það sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. sex mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.

Afhending vegabréfa breytist

Frá og með 2. maí 2011 breytist afhending vegabréfa hjá Þjóðskrá Íslands. Ekki verður lengur hægt að sækja vegabréf í afgreiðsluna, Borgartúni 21 nema um sé að ræða hraðafgreiðslu. Framvegis verða vegabréf send í pósti til umsækjanda, á þann stað sem hann tiltekur eða á skrifstofu sýslumannsembættis. Ef umsækjandi sækir um hraðafgreiðslu og greiðir fyrir hana getur hann sótt vegabréfið í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða fengið það sent til sín í pósti. 

Afgreiðsla vegabréfaVegabréf mynd

Aðalafgreiðsla höfuðborgarsvæðisins fyrir umsóknir um vegabréf er hjá sýslumanninum í Kópavogi á Dalvegi 18. Sjá kort frá ja.is.

Sækja má um vegabréf hjá öllum sýslumannsembættum utan Reykjavíkur, óháð búsetu. Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

Eyðublöð vegna vegabréfa  

Íslendingar erlendis 

Umsóknarstaðir erlendis á vef utanríkisráðuneytis 

 Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá


Leit

Leit