Afhending vegabréfa

Vegabréf eru send í pósti til umsækjanda, á þann stað sem hann tiltekur, á skrifstofu sýslumannsembættis eða sótt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartún 21.

Afgreiðsla vegabréfa

Sjá upplýsingar um umsóknarstaði vegabréfa hér.

Breyttur afgreiðslutími vegabréfa

Frá og með 4. október 2016 verður afgreiðslutími vegabréfa 9 virkir dagarþar er meðtalinn sendingartími á umsóknarstað eða til umsækjanda (innanlands).

Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að greiða vegabréf með kreditkorti eða erlendu korti.  

Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá 24. nóvember 2015

Þjóðskrá Íslands vill benda á að samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki. Þessi krafa er ófrávíkjanleg frá 24. nóvember 2015. Þau vegabréf sem íslenska ríkið gefur út uppfylla kröfur um að vera gild ferðaskilríki. Ef vegabréf hefur verið framlengt telst það ekki lengur véllesanlegt vegabréf og því ekki gilt sem ferðaskilríki.    

Eftir 24. nóvember 2015 er ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verður á framlengt vegabréf við landamæraeftirlit erlendis og er það alfarið á ábyrgð einstaklings að ferðast með slíkt vegabréf.

Neyðarvegabréf eru ekki véllesanleg en eru heimil samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) enda skulu þau gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð einna helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa.

Gildistími Vegabréfa

Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára. Þessi breyting tók gildi 1. mars 2013.

Ábending til ferðamanna

Undanfarin misseri hefur það margítrekað komið fyrir að Íslendingar á leið til útlanda hafa orðið fyrir því að þeir lenda í vandræðum vegna gildistíma vegabréfa, er synjað um landgöngu eða synjað um að fara um borð í flugvélar, ef vegabréf þeirra gilda ekki að minnsta kosti sex mánuðum lengur en áætluð dvöl í viðkomandi ríki.

Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan EES svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji það sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. sex mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.

Númer vegabréfs er ekki gefið upp símleiðis.

Eyðublöð vegna vegabréfa  

Íslendingar erlendis 

Umsóknarstaðir erlendis á vef utanríkisráðuneytis 

Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá


Leit

Leit