Ný fasteign í fjölbýli eða innan landeignar

Ef fjölga á fasteignum innan landeignar eða í fjölbýli þarf að útbúa eignaskiptayfirlýsingu og sækja um skráningu til viðkomandi sveitarfélags.

Yfirlýsingin tekur gildi við þinglýsingu. Hér má nálgast nánari upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingar

Greitt er fyrir nýskráningu í fasteignaskrá samkvæmt gjaldskrá Þjóðskrár.

Gjaldskrá Þjóðskrár

Gjaldskrá á vef Þjóðskrár

Finna sveitarfélag

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má finna upplýsingar um öll sveitarfélög landsins og heimasíður þeirra.

Yfirlit yfir sveitarfélög landsins