Hrá gögn
Hrá gögn
Staðfang hefur að geyma bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu áfangastaðar.
Staðfangaskrá er hér á .dsv (delimiter-separated values) formi, þar sem hver færsla kemur sem ein lína og einstök gildi eru aðgreind með svokallaðri pípu ( | ). Auðvelt er að opna skrána og vinna með hana í töfluforriti, eins og t.d. Excel, eða færa hana beint inn í gagnagrunn.
Skráin er uppfærð kl. 21:00 á hverju sunnudagskvöldi. Mælt er með að notendur uppfæri gögn sín reglulega.
Nálgast upplýsingar um staðföng og skráningu þeirra.
Landeignaskrá er miðlægur, landfræðilegur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um landeignir, hnitsetta afmörkun þeirra, afstöðu og umfang. Gögnin er einnig hægt að skoða í vefsjá sem uppfærð er í sem næst rauntíma skráningar.
Landeignaskrá er hér á .shp formi sem auðvelt er að skoða í landupplýsinga- og teikniforritum. Skráin er uppfærð á hverjum sólarhring.
Hér getur þú nálgast upplýsingar um skráningu landeigna.
Landamerkjum á Íslandi er í flestum tilfellum lýst í orðum. Lýsingarnar er hægt að nálgast hjá viðkomandi sýslumanni, en nú hafa bækurnar einnig verið skannaðar og eru á jarðavef Þjóðskjalasafns Íslands.
Efnisyfirlit er oftast að finna á öftustu síðum bóka. Til að geta lesið úr landamerkjalýsingum þarf að hafa staðkunnáttu.
Fæstir landeigendur jarða hafa farið í það að hnita upp landamerki sín og þinglýsa. Því hefur fasteignaskrá ekki að geyma áreiðanlegar stærðartölur jarða. Í mörgum tilvikum hafa landeigendur verið í sambandi við búnaðarsambönd við gerð túnkorta. Ræktað land er metið til fasteignamats og því eru þær stærðir geymdar hjá Þjóðskrá Íslands. Landeigendur eru best fallnir til þess að áætla stærð síns lands, engar opinberar tölur er til um slíkt.Þjóðskrá Íslands heldur utan um gagnagrunn frá árinu 2006 sem kenndur er við Nytjalandsverkefnið. Þau gögn innihalda línur sem dregnar voru upp með misnákvæmum aðferðum til að afmarka bújarðir í þeim tilgangi að reikna út gæði jarða m.t.t. gróðurlendis og gera samanburð milli landssvæða.
Unnið er að því að sýna landamerki jarða og spilda þannig að hægt sé að treysta. Þangað til er grunnur Nytjalandsverkefnisins aðgengilegur. Ekki er vitað hvað liggur á bak við gögnin og því skal einungis hafa þau til hliðsjónar með öðrum skjölum sem þinglýst hefur verið á þau landeignarnúmer sem viðkoma hverju máli fyrir sig.
Hér getur þú nálgast upplýsingar um skráningu landeigna.
Hala niður Nytjaland 2006 (shp/zip)
Vinsamlegast athugið að:
Þau jarðamörk sem sýnd eru í gögnum Nytjalandsverkefnisins hafa enga bindandi eða lagalega þýðingu í nútíð eða framtíð. Þau eru teiknuð í grunninn sem áætluð mörk og hafa því ekkert gildi hvað afmörkun eignarhalds snertir.
Ekki er gert ráð fyrir að landamerkin séu notuð í stærri mælikvarða en 1:50 000.
Ekki má birta gögnin opinberlega eða gefa út, án samráðs við Þjóðskrá Íslands.
Þjóðskrá Íslands undanskilur sig allri ábyrgð og skaðabótaskyldu sem hlotist getur af rangri notkun þessara gagna, til að mynda við sölu og kaup fasteigna eða afmörkun þjóðlendna, enda eru þau ekki til þess ætluð.