Við höfum sett saman ítarleg leiðbeiningarit um allt það helsta er viðkemur skráningu landeigna. Efni þeirra er í sífelldri endurskoðun og ört bætist við dæmi og úrlausnarefni. Nýjar útgáfur koma hér inn í stað eldri eftir föngum.

Vefsjá landeigna sýnir afmörkun þeirra landeigna sem færðar hafa verið inn í landeignaskrá Þjóðskrár. Allar landeignir sem staðfestar hafa verið frá árinu 2013 eru þar hnitsettar ásamt upplýsingum um þær. Hægt og rólega vinnum við okkur aftur í tímann og færum inn afmarkanir eldri eigna. Einnig höfum við haft samráð við sveitarfélög um að færa þeirra landupplýsingagögn inn í sjána og merkja þau sem slík. Þín gögn eru velkomin! 

Hafðu endilega samband á land@skra.is

Við bjóðum okkar helstu landupplýsingaskrár fríar til niðurhals s.s. Landeignaskrá

Meira efni er að finna undir Fróðleikur, greinar og bæklingar.