Ríkisborgarar utan EES/EFTA

Athugið!
Ríkisborgari utan EES/EFTA svæðisins sem hyggst dvelja á Íslandi lengur en þrjá mánuði þarf að hafa dvalarleyfi.

Útlendingastofnun tekur ákvörðun um útgáfu dvalarleyfa.

Allir einstaklingar sem fá útgefið dvalarleyfi til dvalar umfram 3 mánuði eiga að hafa skráð lögheimili á Íslandi. Við veitingu dvalarleyfis þá sendir Útlendingastofnun Þjóðskrá beiðni um skráningu lögheimilis í þjóðskrá ásamt fylgigögnum sem nauðsynleg eru vegna skráningar í þjóðskrá.

Allir einstaklingar sem skráðir eru til lögheimilis á Ísland í fyrsta sinn eru skráðir á þjóðskrá og fá útgefna kennitölu. Einstaklingar sem einu sinni hafa fengið kennitölu, halda henni i ævilangt, jafnvel þó þeir flytji frá Íslandi. Kennitala án lögheimilisskráningar á Íslandi veitir takmörkuð réttindi.

Sjá nánar:
Tilkynning um dvalarstað (eyðublaðinu skal skilað til Útlendingastofnunar)