Ríkisfang

Við nýskráningu í þjóðskrá er ríkisfang einstaklings skráð og aðrar breytingar eftir atvikum.

Einstaklingur sem á rétt á íslensku ríkisfangi við nýskráningu í þjóðskrá og hefur lagt fram fullnægjandi gögn þess efnis er skráður íslenskur ríkisborgari í þjóðskrá.

Veiting ríkisborgararéttar

Þegar erlendum ríkisborgara er veitt íslenskt ríkisfang á grundvelli ákvörðunar Útlendingastofnunar eða með lögum frá Alþingi, berst tilkynning um slíkt frá Útlendingastofnun til skráningar hjá Þjóðskrá.

Breytingar eða leiðréttingar á ríkisfangi

Ef einstaklingur er skráður með rangt ríkisfang í þjóðskrá þarf að leggja fram gögn sem staðfesta hvert sé rétt ríkisfang hans.

Erlendur ríkisborgari sem hefur fleiri en eitt erlent ríkisfang og vill að annað ríkisfang en það sem þegar er skráð í þjóðskrá verði skráð í þjóðskrá þarf að leggja fram gögn því til staðfestingar, t.d. danskur ríkisborgari sem jafnframt er þýskur getur valið hvort ríkisfangið hann vill að sé skráð.

Athugið að einungis er mögulegt að hafa eitt ríkisfang skráð í þjóðskrá.

Ríkisfang barns þar sem annað foreldrið er íslenskur ríkisborgari

Sjá upplýsingar um Barn fætt erlendis.

Staðfesting á íslensku ríkisfang

Þjóðskrá gefur út vottorð sem staðfestir íslenskt ríkisfang einstaklings. Þjóðskrá getur ekki gefið út vottorð sem staðfestir erlent ríkisfang einstaklinga heldur þarf að afla slíkrar staðfestingar hjá viðkomandi ríki.

Leiki vafi á hvort einstaklingur sem skráður er íslenskur ríkisborgari í þjóðskrá hafi misst íslenskt ríkisfang eða ekki skal hafa samband við Útlendingastofnun.

Skoða mínar upplýsingar á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir ríkisfang og annað sem skráð er um þig í þjóðskrá.

Mínar síður á Ísland.is