Flutningur 3ja aðila

Athugið!
Eftir að tilkynnt hefur verið um ranga skráningu einstaklings fær viðkomandi erindi frá Þjóðskrá til að svara um lögheimilisskráningu viðkomandi. Breytingar á skráningu geta því tekið tíma frá því að tilkynning um ranga skráningu berst.

Þinglýstir eigendur fasteigna, aðstandendur og þeir sem eiga hagsmuna að gæta vegna lögheimilis skráningar annars aðila en þeirra sjálfra geta sent inn tilkynningu á flutningi 3ja aðila, telji þeir lögheimilisskráningu viðkomandi vera ranga í þjóðskrá.

Þetta er gert með því að opna tilkynningu um flutningi og velja þar „Tilkynning um rangt heimili 3ja aðila“.

Athugið að flutningur sem þessi skráist ekki sjálfkrafa heldur fer í gang ferli þar sem reynt er að hafa samband við viðkomandi aðila til þess að upplýsa hann um framkomið erindi og veita honum tækifæri á gera grein fyrir réttri búsetu t.d. með því að leiðrétta skráningu sína sjálfur.

Tilkynnandi fær senda tilkynningu frá Þjóðskrá þegar málinu telst lokið.

Athuga tilkynningar um 3ja aðila í þínu húsnæði

Þinglýstir eigendur fá tilkynningu í pósthólfið á Ísland.is ef einhver skráir lögheimili sitt í húsnæði þeirra.

Mínar síður á Ísland.is