Barn fætt erlendis

Er barnið íslenskur ríkisborgari?

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis geta óskað eftir að fá börn sín skráð í þjóðskrá. Ef vafi er um hvort foreldri er íslenskur ríkisborgari er kallað eftir gögnum sem staðfesta ríkisfang foreldris.

Skráning í þjóðskrá.

Séu foreldrar barns íslenskir ríkisborgarar er sótt um skráningu þess í þjóðskrá með því að fylla út eyðublað A-170 Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá.

Hafi íslenskur, ógiftur karlmaður eignast barn erlendis fyrir 1. júlí 2018 með erlendum ríkisborgara, þá þarf að sækja um skráningu barnsins hjá Útlendingastofnun. Útlendingastofnun sendir í þeim tilvikum beiðni um skráningu í þjóðskrá þegar búið er að staðfesta ríkisfang barns. Öll fylgiskjöl tilgreind á eyðublaðinu verða að fylgja beiðninni og uppfylla kröfur til erlendra skjala. Fæðingarvottorð þurfa að vera gefin út af skráningaraðilum í viðkomandi landi. Á vottorðinu eiga að koma fram upplýsingar um fæðingardag barns, nöfn foreldra og nafn barns. Vottorð frá sjúkrahúsi er ekki fullnægjandi. Í sumum tilvikum eru fæðingarvottorð ekki fullnægjandi og áskilur Þjóðskrá sér þá rétt til þess að óska eftir frekari gögnum um barnið, t.d. um sjúkrahúsvist móður, fæðingarskýrslu, um mæðraskoðun eða önnur hliðstæð gögn sem Þjóðskrá telur fullnægjandi. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru fædd í Bandaríkjunum, Indlandi eða Úkraínu, en getur þó átt við í fleiri tilvikum eftir atvikum.

Upplýsingar um foreldra og forsjáraðila barns eru skráðar.

Sé móðir í hjúskap með skráðum föður barns þá eru þau skráð með sameiginlega forsjá við fæðingu. Annars er ekki tekin afstaða til forsjár nema barn flytji til Íslands, en þá getur þurft að leggja fram frekari gögn um forsjá barns, sjá upplýsingar um skráningu forsjár.

Nafngjöf barns fætt erlendis.

Nafn barns er skráð í þjóðskrá eins og það er skráð á fæðingarvottorði. Ef barni hefur ekki verið gefið nafn þegar skráning fer fram þarf að senda fæðingarvottorð aftur eða önnur gögn frá þar til bæru stjórnvaldi erlendis sem staðfesta skráningu á nafni barns. Ef lögheimili barns er á Íslandi þarf nafn þess að uppfylla skilyrði laga um mannanöfn, nr. 45/1996. Sjá nánar: Nöfn

Barn ættleitt erlendis frá

Kjörforeldrar tilkynna barn í þjóðskrá eftir komuna til Íslands. Útfylla þarf eyðublað A-170 Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá. Tilgreina þarf flutningsdag til Íslands og leggja fram þau fylgiskjöl sem óskað er eftir á eyðublaði. Við skráningu í þjóðskrá er barn skráð á lögheimili kjörforeldra og jafnframt tengt við fjölskyldunúmer þeirra. Nafn og ríkisfang barns er skráð samkvæmt fæðingarvottorði og vegabréfi. Þegar sýslumaður hefur gefið út staðfestingu á ættleiðingu er ríkisfangi barns breytt ásamt nafni ef óskað hefur verið eftir nafnbreytingu. Kjörforeldrar verða jafnframt skráðir með forsjá barns.

Kröfur til skjala

Nánari upplýsingar um kröfur til skjala sem fylgja beiðnum um skráningar. 

Kröfur til skjala

Vefur Útlendingastofnunar

Sjá vef