Þjóðskrá sér um gerð kjörskrárstofna sem eru grunnur fyrir kjörskrár sem sveitarfélögin gefa út. Á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem verða orðnir 18 ára á kjördag og eru skráðir með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár á viðmiðunardegi kjörskrár. Það er því afar mikilvægt að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardag en af því ræðst í hvaða sveitarfélagi einstaklingur er á kjörskrá.