Vegabréf

Sótt er um vegabréf hjá sýslumannsembættum. Athugið að núna er hægt að panta tíma fyrir umsókn um vegabréf hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðslutími vegabréfa er allt að 6 virkir dagar frá því að umsókn berst (umsóknardagur ekki talinn með). Helgar- og frídagar teljast ekki til virkra daga. Ef afhenda á vegabréfið á umsóknarstað eða heimilisfang erlendis þá bætist sendingartími þangað við afgreiðslutímann. Vegabréf eru einungis afhent á opnunartíma Þjóðskrár og biðjum við ykkur vinsamlegast um að virða það við starfsfólk okkar.

Athugið!
Sótt er um vegabréf hjá sýslumannsembættum. Núna er hægt að panta tíma fyrir umsókn um vegabréf hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Afhending

Hægt er að fá vegabréf afhent á þrjá vegu:

  • Sótt í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík
  • Sótt á umsóknarstað innanlands eða erlendis
  • Sent í ábyrgðarpósti í sérstökum tilfellum ef senda þarf erlendis.

Athugið að vegabréf eru framleidd hjá Þjóðskrá og því þarf að gera ráð fyrir tíma ef umsækjandi vill sækja vegabréf á umsóknarstað.

Ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð. Forsjáraðili verður að sækja vegabréf barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.

Gjaldskrá

Hér má sjá gjald fyrir afgreiðslu vegabréfa.

Vegabréfið þitt

Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?

Nánar á ísland.is

Ertu á leiðinni til útlanda?

Nokkrir mikilvægir punktar varðandi vegabréf

Skoða

Umsóknarstaðir innanlands

Sjá lista yfir umsóknarstaði innanlands

Nánar um umsóknarstaði innanlands

Umsóknarstaðir erlendis

Sjá nánar um útgáfu skilríkja erlendis

Nánar um umsóknarstaði erlendis

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá

Nánar um lög og reglugerðir