Vegabréf
Athugið!
Sótt er um vegabréf hjá sýslumannsembættumAfgreiðslutími vegabréfa er allt að 2 virkir dagar frá því að umsókn berst, umsóknardagur er ekki talinn með. Dæmi: Berist umsókn um vegabréf á mánudegi má gera ráð að vegabréfið sé tilbúið í lok dags á miðvikudegi. Helgar og frídagar teljast ekki til virkra daga. Ef póstleggja á vegabréfið þá bætist sendingartími Íslandspóst við afgreiðslutímann.
Afhending
Hægt er að fá vegabréf afhent á þrjá vegu:
- Sótt í afgreiðslu ÞÍ: Borgartúni 21, 105 Reykjavík
- Sótt á umsóknarstað
- Sent í pósti
Nafn viðtakanda verður að vera skráð á lúgu/póstkassa.
Athugið að vegabréf eru framleidd hjá Þjóðskrá Íslands og því þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir póstburð ef senda á vegabréf til umsækjanda eða ef umsækjandi vill sækja vegabréf á umsóknarstað. Vegabréf eru send með Íslandspósti. Sjá nánar á heimasíðu Íslandspósts.
Ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð. Forsjáraðili verður að sækja vegabréf barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.