Athugið!
Til þess að hægt sé að skrá flutninginn þarf einnig að koma í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár í Reykjavík eða til næsta lögregluembættis og framvísa löggildum skilríkjum.

Ef sambúð var slitið þegar búið var í útlöndum þá er hún ekki skráð aftur nema að Þjóðskrá berist tilkynning á þar til gerðu eyðublaði.

Ábending til foreldra/forráðamanna barna sem flytja til Íslands frá útlöndum. Þjóðskrá hvetur til þess að forsjárgögnum, frá því landi sem flutt er frá, sé skilað til stofnunarinnar þegar tilkynnt er um flutning barns til Íslands. Með því er hægt að skrá forsjá barns strax við heimkomu og einfaldar það meðal annars vottorða- og vegabréfaútgáfu og aðrar skráningar sem varða barnið og hagi þess. 

Flutning milli Norðurlanda þarf ávallt að tilkynna í eigin persónu hjá hlutaðeigandi skráningarskrifstofu í því landi sem flutt er til.

Til þess að hægt sé að skrá flutninginn þarf einnig að koma í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár í Reykjavík eða til næsta lögregluembættis og framvísa löggildum skilríkjum. Tilkynna á flutning innan 7 daga eftir komu til landsins. Ekki er heimilt að skrá lögheimilisflutning lengra aftur í tímann en 14 daga, sbr. lög um lögheimili og aðsetur, nema hægt sé að framvísa gögnum sem staðfesta búsetu þína aftur í tímann, þá aldrei lengur en eitt ár aftur í tímann frá þeim degi þegar beiðni er lögð fram, sbr. 4. mgr. 16. gr. laganna.  Gögn sem staðfesta búsetu geta til dæmis verið undirritaður leigusamningur, hita- og rafmagnsreikningur eða önnur gögn sem staðfesta búsetu frá tilgreindum tíma. Nafn og kennitala ásamt tilgreindu heimilisfangi og dagsetning verða að koma fram í þessum gögnum. 

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilisskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Dulið lögheimili

Einstaklingur og fjölskylda á sama lögheimili getur óskað eftir því að fá lögheimili sitt dulið.

Nánar um dulið lögheimili

Veitur

Ef þú ert að flytja eða vilt að nýr notandi taki við sem greiðandi af ákveðnum mælum er mikilvægt að tilkynna það hjá Veitum.

Tilkynna flutning hjá Veitum

Póstfang

Athugið að einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum

Tilkynna