Þjóðskrá verður lokuð föstudaginn 30.maí næstkomandi. Við biðlum til allra sem þurfa nauðsynlega á þjónustu Þjóðskrár að halda fyrir þann tíma að sækja hana fyrir miðvikudaginn 28. maí því fimmtudaginn 29. maí er einnig lokað vegna uppstignardags. Opnunartími Þjóðskrár er 10:00-15:00.
Rafræn eyðublöð er að finna um flestar þjónustur á vef Þjóðskrár, skra.is
Við vísum í reglugerð um vegabréf þar sem skyndiútgáfa vegabréfs er innan þriggja virkra daga, 560/2009 – Reglugerð um íslensk vegabréf. Starfsfólk Þjóðskrár mun leggja sig fram um að framleiða allar umsóknir um skilríki sem berast fyrir 15:00, 28. maí og senda þau sama dag í Hagkaup fyrir þá sem velja það og þau sem eiga að fara til sýslumannsembætta og sendiráða fara í póst föstudaginn 30. maí.