Umsókn um kennitöluaðgang lögmanna að fasteignaskrá

Athugið

Einungis er heimilt að veita lögmönnum í innheimtu- og skiptastarfsemi aðgang að upplýsingum um eignastöðu/eignaleit einstaklinga eftir kennitölu í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands að fengnu samþykki stofnunarinnar enda lýsi viðkomandi lögmaður því yfir að aðgangurinn verði aðeins notaður í þeim tilvikum þegar slíkt er heimilt.

Lögmaður sem fær aðgang að upplýsingum eftir kennitölu í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands ber ábyrgð á uppflettingum á hans vegum. Gætt skal að því að óviðkomandi komist ekki yfir aðgangsauðkenni eða upplýsingar sem hann fær úr skránni.

Einungis sérstaklega skráðir starfsmenn hjá hverjum lögmanni hafa heimild til að gera fyrirspurnir á grundvelli umsóknar þessarar og mega þeir ekki afhenda öðrum lykilorð sín eða kynna með öðrum hætti aðgangsheimildir sínar. Allar fyrirspurnir í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands eftir kennitölu eru skráðar sérstaklega, bæði hjá stofnuninni og miðlara á viðkomandi áskrifanda og þann sem framkvæmir fyrirspurnina.

Starfsmaður hjá lögmanni sem hefur heimild til að sækja upplýsingar í þinglýsingarhluta fasteignaskrár er bundinn þagnarskyldu um innihald þeirra gagnvart þeim sem ekki þurfa starfs síns vegna að hafa vitneskju um innihaldið.

Söfnun upplýsinga úr fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands er með öllu óheimil nema notandi hafi lögvarða hagsmuni af slíku. Sama gildir um samtengingar við aðrar skrár. Notandi skal eyða upplýsingum fengnum úr fasteignaskrá þegar ekki eru málefnalegar ástæður til að varðveita þær.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar