Umsókn um sérvinnslu úr þjóðskrá

Athugið

Verkbeiðandi lýsir yfir með umsókn þessari að fengnar upplýsingar séu nauðsynlegar í starfssemi umsækjanda og að notkun upplýsinga verði bundinn við þann tilgang sem tilgreindur eru í umsókn þessari. Verkbeiðandi er upplýstur um að notkun sem ekki samræmdist tilgreindum tilgangi er með öllu óheimil og að brot kunni að varða viðurlögum.

Verkbeiðandi skal gæta vel að öryggi fenginna upplýsinga.

Verkbeiðandi er með öllu óheimilt án skriflegs samnings þess efnis við Þjóðskrá Íslands að afhenda þriðja aðila, gögn, skrár, eða yfirlit sem gerð eru og byggð á upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eða endurriti þeirra.

Gjald er samkvæmt gildandi gjaldskrá Þjóðskrár Íslands hverju sinni.

Þjóðskrá Íslands ber ekki ábyrgð á misnotkun upplýsinga eða vanefndum af hálfu verkbeiðanda og áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við ranga eða misvísandi túlkun og misnotkun gagna/úrvinnslu.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar