Umsókn

C-003

Vottorð um sjálfræði :

Á vottorðinu kemur fram hvort einstaklingur sé sviptur sjálfræði. Ef einstaklingurinn er sviptur sjálfræðið þá kemur jafnframt hver er skipaður lögráðamaður og hvenær sviptingartíma lýkur.

2.750 kr
  • Fyrirvari: Vottorð um sjálfræði eru einungis afhent einstaklingi sem óskar upplýsinga um sig sjálfan eða umboðsmanni sem hann hefur veitt sérstakt umboð, skipuðum lögráðamönnum og ráðamönnum vegna skjólstæðinga þeirra og opinberum aðilum vegna lögmæltra verkefna þeirra.

    Þjóðskrá Íslands hefur hafið framleiðslu á rafrænum vottorðum sem birtast í pósthólfi einstaklinga á Ísland.is. Rafræn vottorð eru að öllu leyti jafngild og hefðbundin pappírsvottorð. Rafrænu vottorðin eru með rafrænni undirritun frá Þjóðskrá Íslands sem er mjög örugg og rekjanleg. Auðvelt er fyrir viðskiptavini að senda rafræna vottorðið áfram til annarra aðila og stofnana sem hugsanlega þurfa á vottorðinu að halda, til dæmis Fæðingarorlofssjóðs, sýslumanna og fleiri. Jafnframt hafa helstu hagsmunaaðilar verið upplýstir um rafrænu vottorðin og gildi þeirra. 
    Þetta nýja fyrirkomulag á við öll vottorð úr þjóðskrá, nema lífsvottorð, og eru þau afhent með rafrænum hætti í pósthólfi Ísland.is. Samhliða þessu er stofnunin hætt að senda afrit af vottorðum með tölvupósti. 
    Í langflestum tilvikum er rafræna vottorðið aðgengilegt í pósthólfi vottorðshafans sjálfs á Ísland.is. Undantekningin á þessu er þegar foreldri eða forráðamaður pantar vottorð barns síns og þegar dánarvottorð er pantað, en í slíkum tilvikum er vottorðið aðgengilegt í pósthólfi þess sem pantar vottorðið. 

    Nánari upplýsingar um vottorð