Aðsetur vegna búsetu í atvinnuhúsnæði eða óviðráðanlegra atvika

Skráning aðseturs vegna búsetu í atvinnuhúsnæði eða óviðráðanlegra atvika (Grindavík)

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Aðsetur er tímabundin skráning sem hægt er að óska eftir þegar einstaklingur er tímabundið búsettur á öðrum stað en hann hefur fasta búsetu (lögheimili). Lögheimili helst óbreytt og heimilisfang tímabundinnar búsetu bætist við. Vegna búsetu í atvinnuhúsnæði á þetta þó ekki við þar sem að lögheimili verður ávallt ótilgreint í því sveitarfélagi sem búsetan er.    

Sérstakt aðsetur - búseta í atvinnuhúsnæði

  • á við aðsetur innanlands vegna búsetu í atvinnuhúsnæði þar sem ekki er heimilt að hafa skráð lögheimili
    • 11. gr. a. laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018 
  • Dæmi um sérstakt aðsetur:

    Nafn: Jónasína Jónsson
    Lögheimili: Ótilgreint, 101 Reykjavík
    Aðsetur: Ármúli 50, 108 Reykjavík

Aðsetur vegna óviðráðanlegra atvika (Grindavík)

  • á við aðsetur innanlands vegna rýmingu húsnæðis vegna hættuástands
    • 8. gr. a. laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018