Íslendingur búsettur erlendis tekinn á kjörskrá

Umsókn íslensks ríkisborgara sem búsettur er erlendis um að verða tekinn á kjörskrá á Íslandi

Afgreiðslutími:

Fer eftir eðli máls

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis lengur en 16 ár verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að vera teknir á kjörskrá. Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember árinu áður en kosningar eiga að fara fram.

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Umsækjandi verður að hafa íslenskan ríkisborgararétt.
Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára á kjördag.
Umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili á Íslandi.

Lagaheimild skráningar