Sambúð - skráning

Tilkynntu sambúð í þjóðskrá og skráning tekur gildi næsta virka dag. Athugið að einstaklingur sem verið er að skrá sig í sambúð með þarf að staðfesta skráningu á eyðublaði A-202 svo hægt sé að skrá sambúðina í þjóðskrá.

Afhendingarmáti

Með tölvupósti í pósthólf á mínum síðum á Ísland.is

Afgreiðslutími:

Næsta virka dag eftir að skráningin hefur verið staðfest.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Skrá sambúð: Annar þeirra einstaklinga sem ætla að skrá sig í sambúð fyllir út þetta eyðublað. Hér tilgreinir hann þann einstakling sem hann er að fara í sambúð með og tiltekur einnig hvar einstaklingarnir ætla að búa.

Staðfesta sambúðarskráningu: Hinn einstaklingurinn fyllir svo út eyðublaðið A-202. Það verður að gerast innan sólarhrings, annars telst fyrri tilkynningin ófullnægjandi og skráningu í þjóðskrá verður hafnað. Athugið að einstaklingurinn sem fylla þarf út staðfestingareyðublaðið (A-202) fær ekki tilkynningu um það, heldur þarf hann að skrá sig inn á form A-202 á www.skra.is þegar búið er að skila inn formi A-201. Staðfesta þarf skráninguna innan sólarhrings. Annars fellur skráningin úr gildi.
Athugið að ekki er hægt að skrá sambúð aftur í tímann.

Lagaheimild skráningar