Afhending vegabréfa

Vegabréf eru send í pósti til umsækjanda, á þann stað sem hann tiltekur, á skrifstofu sýslumannsembættis eða sótt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartún 21.

Annar en umsækjandi sækir

Ef umsækjandi um vegabréf getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð til að sækja það. Umboð verður að vera dagsett og undirritað af tveimur vottum. Ef vottar eru erlendir ríkisborgarar án íslenskrar kennitölu þarf afrit af skilríkjum. 
Sá sem kemur að sækja vegabréf verður að vera með löggild skilríki þ.e. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini. Ef vottar eru erlendir ríkisborgarar án íslenskrar kennitölu þarf afrit af skilríkjum. 

Þegar verið er að sækja vegabréf fyrir börn á afhendingarstað verður forsjáraðili að vera með löggild skilríki þ.e. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini.

Ef forsjáraðili barns getur ekki sótt vegabréf barns sjálfur getur hann veitt öðrum umboð til þess að sækja það. Umboð verður að vera dagsett og og undirritað af tveimur vottum. Ef vottar eru erlendir ríkisborgarar án íslenskrar kennitölu þarf afrit af skilríkjum. 
Sá sem sækir vegabréf verður að vera með löggild skilríki þ.e. ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini.


Leit

Leit