Skráning framboða í meðmælendakerfi

Frambjóðendur geta skráð meðmælendur sína af pappír rafrænt á Ísland.is og fengið þannig jafnóðum upplýsingar um fjölda gildra meðmæla, bæði rafræn meðmæli og skráð af pappír.

Tilgangurinn með þessu viðmóti er að bjóða meðmælendum að skrá meðmæli sín með rafrænum hætti með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og bjóða forsetaefnum og yfirkjörstjórnum upp á þann möguleika að skrá með öruggum hætti þá sem hafa ljáð framboði stuðning sinn með undirritun á meðmælendalista á pappírsformi.

Viðmótið fyrir skráningu meðmælenda af pappír virkar á eftirfarandi hátt:

  • Kennitölur eru skráðar inn af pappírslista og jafnóðum bornar saman við þjóðskrá.
  • Kerfið gefur jafnóðum yfirsýn yfir þann fjölda sem búið er að skrá og telst uppfylla skilyrði laga um kosningar. Kannað er hvort viðkomandi einstaklingur hafi skráð sig sem meðmælanda á öðrum lista. Hafi hann gert þá er sú skráning ekki talin með sem stuðningur við neinn lista (skráningin fær þá stöðuna "ógild").
  • Kannað er hvort meðmælandi sé kosningabær í komandi kosningum og hvort hann hafi skrifað undir meðmælendalista í réttu kjördæmi (ef ekki þá fær skráningin stöðuna "vafi").
  • Íslendingar sem búsettir eru erlendis fá stöðuna "vafi".
  • Að lokinni skráningu allra meðmælenda allra framboða mun liggja fyrir hversu margir kjósendur mæltu með hvaða framboði.
  • Yfirkjörstjórnir munu í lok skráningartímabilsins fá í hendur skrá sem inniheldur upplýsingar um þá sem skráð hafa nafn sitt á meðmælendalista hvers framboðs.

Í meðmælendakerfi geta framboð jafnframt fylgst með fjölda meðmælenda eftir kjördæmum eða landsfjórðungum.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Þjóðskrár og eru þeir sem áhuga hafa á að nýta sér viðmótið hvattir til að hafa samband við Þjóðskrá  til þess að fá nánari upplýsingar.

Meðmælendakerfi

Meðmælendakerfi