Copy of Launþegi-Ísl

  • Þú getur verið búsettur á Íslandi sem launþegi ef

    • Þú ert ríkisborgari EES/EFTA ríkis.
    • Þú ert í vinnu á Íslandi sem þú færð greitt fyrir.
    • Þú ert með ráðningarsamning eða staðfestingu frá vinnuveitanda þínum.
  • Við vinnslu umsóknar þinnar leggur Þjóðskrá Íslands mat á það hvort þú uppfyllir skilyrði sem launþegi. Til þess að skilyrðin séu uppfyllt þarf, meðal annars :

    • Starf þitt þarf að vera raunverulegt og þú þarft að fá greitt fyrir þína vinnu.
    • þú þarft að vera ráðin/n í að minnsta kosti 10 vikur.
    • Þú þarft að skila inn staðfestingu frá vinnuveitanda á eyðublaði A-272

    Þjóðskrá Íslands er heimilt að taka til skoðunar önnur gögn þegar lagt er mat á hvort skilyrði til skráningar sem launþegi sé uppfyllt.

    Athugið. Misnotkun eða svik geta leitt til þess að dvalarréttur einstaklings verði afturkallaður. 

  • Sem ríkisborgari EES/EFTA átt þú rétt til að dvelja og vinna á Íslandi.

    Kennitalan er nauðsynleg á Íslandi til að t.d. opna bankareikning.

    Þú getur komið með fjölskyldu þína til Íslands og þurfa þau einnig að sækja um lögheimilisskráningu.

    EES/EFTA borgarar sem dvelja á Íslandi í 5 ár, geta átt rétt á ótímabundnum dvalarrétti ef þeir uppfylla skilyrði.

  • Ef þú hyggst dvelja hér á landi skemur en 3 mánuði þá uppfyllir þú ekki skilyrði til lögheimilisskráningar og getur sótt um kerfiskennitölu, sjá nánar hér.  Ef þú ert í atvinnuleit, hefur þú rétt til dvalar í allt að 6 mánuði áður en þú sækir um lögheimilisskráningu.

    Ef þú hyggst dvelja hér á landi lengur en 3 mánuði þarftu að sækja um lögheimilisskráningu á Íslandi. Þá hefur þú rétt til að dvelja á Íslandi svo lengi sem þú uppfyllir skilyrði til lögheimilisskráningar.

  • Þú heldur stöðu þinni sem launþegi þegar þú missir vinnuna ef :

    • Þú ert tímabundið óvinnufær vegna slyss eða veikinda.
    • Þú ert atvinnulaus, án þess að bera sök á því, eftir að hafa unnið í meira en eitt ár. Þú þarft að vera í virkri atvinnuleit.
    • Þú ert atvinnulaus, án þess að bera sök á því, eftir að ráðningarsamningi sem varir skemur en eitt ár lýkur eða þú ert atvinnulaus, án þess að bera sök á því, á þeim tíma og ert í virkri atvinnuleit. Í þessu tilfelli heldur þú stöðu þinni sem launþegi í að minnsta kosti 6 mánuði.
    • Þú byrjar í starfsnámi. Ef þú ert atvinnulaus, án þess að bera sök á því, heldur þú aðeins stöðu þinni sem launþegi ef starfsnámið tengist fyrra starfi.

    Ef þú fékkst lögheimilisskráningu á grundvelli þess að vera launþegi og ofangreind skilyrði eiga ekki við þig, þá getur þú dvalið á Íslandi meðan þú uppfyllir skilyrði til lögheimilisskráningar, eins og t.d. sem :

    • Einstaklingur á eigin framfærslu
    • Námsmaður
    • Fjölskyldumeðlimur

    Ef þú ert að fara úr landi vegna þess að þú uppfyllir ekki lengur skilyrði til lögheimilisskráningar, þarf að tilkynna flutning úr landi hér.

     

  • Einstaklingum er heimilt að fara erlendis í allt að 6 mánuði án þess að skrá lögheimili sitt úr landi. 

    Ekki þarf að skrá sig úr landi vegna dvalar erlendis lengur en 6 mánuði ef eitthvert eftirfarandi skilyrða á við:
    - Lengri fjarvera í eitt eða fleiri skipti vegna skyldubundinnar herþjónustu.
    - Fjarvera að hámarki 12 mánuði samfleytt af áríðandi ástæðum, svo sem vegna þungunar og barneignar, alvarlegra veikinda, náms eða starfsnáms eða starfa sem viðkomandi er sendur til í öðru EES/EFTA ríki eða þriðja landi.

    Ef þú ferð úr landi lengur en 6 mánuði og engin af ofangreindum ástæðum eiga við, þarftu að skrá þig úr landi hérNánari upplýsingar um flutninga úr landi er að finna hér.

    Ef þú skráðir þig úr landi, en ert kominn aftur til landsins, þarf að sækja aftur um lögheimilisskráningu innan 3 mánaða með umsókn A-271. 

    Hafi EES/EFTA ríkisborgari fengið ótímabundinn dvalarrétt á Íslandi, hefur dvöl erlendis ekki áhrif á dvalarrétt hans nema hún vari lengur en tvö ár.

    Vakin er athygli á að það er ekki heimilt að vera með skráð lögheimili í tveimur löndum á sama tíma, samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur.

  • Þú getur sótt um lögheimilisskráningu með umsókn A-270 sem er að finna hægra megin á síðunni.

    Með umsókn þarf ávallt að leggja fram gilt vegabréf eða persónuskilríki ásamt nauðsynlegum gögnum sem sýna fram á að þú uppfyllir skilyrði til lögheimilisskráningar.

    Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn en ávallt þarf að sýna frumrit við komu til landsins :

    • Fæðingarvottorð
    • Hjúskaparstöðuvottorð. Þar sem skráning hjúskaparstöðu getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra, ráðleggur stofnunin að því vottorði sé skilað inn (ef við á).

    Öll gögn skulu vera á íslensku eða ensku. Ef gögn eru á öðru tungumáli, skal skila inn frumriti ásamt löggildri þýðingu frá löggildum skjalaþýðanda.

Sækja um lögheimilisskráningu hér!

Opna umsókn

Staðfesting vinnuveitanda

Vinnuveitandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda innan 30 daga eftir að umsókn hefur verið skilað inn.

Staðfesta ráðningarsamband hér