Flutningstilkynning / Aðseturstilkynning

Ertu að flytja? Hér getur þú tilkynnt flutning einstaklinga innanlands og frá Íslandi (utan Norðurlandanna).
Ef þú ert maki að staðfesta flutning, smelltu hér

Afhendingarmáti

Staðfesting í tölvupósti

Afgreiðslutími:

Næsta virka dag

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Flutning skal tilkynna innan 7 daga. Einstaklingar 18 ára og eldri verða að tilkynna flutning sjálfir.

Einungis er heimilt að skrá lögheimili í íbúðarhúsnæði og þarf húsnæðið að vera komið á byggingarstig 4. Það er ekki heimilt að skrá lögheimili í atvinnuhúsnæði. 

Þrátt fyrir að lögheimili skuli vera skráð í íbúðarhúsnæði er veitt undanþága í eftirtöldum tilvikum: einstaklingum er heimilt að skrá lögheimili sitt á stofnunum fyrir aldraða, búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og starfsmannabústöðum, skráðum áfangaheimilum og starfsmannabúðum. Fyrirsvarsmönnum starfseminnar er einnig heimilt að hlutast til um skráninguna.

Tilkynning vegna flutnings fyrirtækja/félaga er á vef Ríkisskattstjóra.

Lagaheimild skráningar