Flutningstilkynning og aðseturstilkynning

Ertu að flytja? Hér getur þú tilkynnt flutning innanlands ásamt flutning íslenskra ríkisborgara til og frá Íslandi (utan Norðurlandanna).

Aðsetur og lögheimili er ekki sama skráningin. Aðsetur er tímabundin skráning sem notuð er þegar dvalið er utan lögheimilis vegna náms eða veikinda.

Ef þú ert að stofna nýja flutningstilkynningu smelltu á innskráningar hnapp hér að neðan, eða fylltu út formið ef þú hefur innskráð þig
eða
Ef þú ert að staðfesta áður gerða flutningstilkynningu af maka, smelltu hér til að staðfesta umsókn

Afhendingarmáti

Staðfesting í tölvupósti

Afgreiðslutími:

Fer eftir eðli máls, allt að 10 virkir dagar

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Flutning skal tilkynna innan 7 daga. Einstaklingar 18 ára og eldri verða að tilkynna flutning sjálfir.

Einungis er heimilt að skrá lögheimili í íbúðarhúsnæði og þarf húsnæðið að vera komið á byggingarstig 4. Það er ekki heimilt að skrá lögheimili í atvinnuhúsnæði. 

Þrátt fyrir að lögheimili skuli vera skráð í íbúðarhúsnæði er veitt undanþága í eftirtöldum tilvikum: einstaklingum er heimilt að skrá lögheimili sitt á stofnunum fyrir aldraða, búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og starfsmannabústöðum, skráðum áfangaheimilum og starfsmannabúðum. Fyrirsvarsmönnum starfseminnar er einnig heimilt að hlutast til um skráninguna.

Tilkynning vegna flutnings fyrirtækja/félaga er á vef Ríkisskattstjóra.

Ef vandamál eða spurningar koma upp við útfyllingu eyðublaðs er hægt að hafa samband við okkur

Lagaheimild skráningar