Au-pair og sjálfboðaliðar
Athugið!
Afgreiðslutími umsókna um lögheimilisskráningu á Íslandi er allt að 10 virkir dagar eftir að öllum fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.
Einstaklingar geta fengið lögheimilisskráningu ef þeir eru að koma til Íslands til að vinna sem sjálfboðaliði fyrir viðurkennd sjálfboðaliðasamtök eða dvelja sem Au-pair hjá fjölskyldu sem býr á Íslandi.
Leggja þarf fram gögn sem staðfesta að þú sért í raun Au-pair eða sjálfboðaliði, t.d.
- Au-pair samningur milli umsækjanda og Au-pair fjölskyldu.
- Sjálfboðaliðasamningur við viðurkennd sjálfboðaliðasamtök.
Til að sækja um sem Au-Pair, gilda almennt sömu skilyrði og um launþega
Til að sækja um sem sjálfboðaliði gilda almennt sömu skilyrði um þá og einstaklinga sem dvelja á grundvelli eigin framfærslu