Spurt og svarað varðandi sveitarstjórnakosningar

Hér má finna algengar spurningar og svör er varða sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022
  • Hægt að fletta upp á vef Þjóðskrár - smelltu hér

    Ef þú kemst ekki á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar til kl 17 á kjördag. Hér má sjá hvar hægt er að kjósa utan kjörfundar

  • Ertu búsett/ur erlendis? 

    • Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hafa ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum 
    • Námsmenn á norðurlöndum gátu sótt um að vera teknir á kjörskrá til 4. apríl síðastliðinn. 

    Ertu íslenskur eða norrænn ríkisborgari sem hefur flutt til Íslands frá útlöndum eftir 6. apríl síðast liðinn?  

    • Hægt að senda erindi á kosningar@skra.is og óska eftir að vera leiðrétt inn á kjörskrá 

    Ef þú hefur fengið skráð íslenskt ríkisfang eftir 6. apríl síðast liðinn og ert með lögheimili á Íslandi getur þú sent erindi á kosningar@skra.is og kannað hvort að það sé búið að senda erindi á kjörstjórn um að leiðrétta þig inn á kjörskrá.   

    Ef þú hefur fengið staðfestingu frá Þjóðskrá um að þú hafir verið leiðrétt/ur inn á kjörskrá þá breytast ekki upplýsingar í uppflettingunni á vef Þjóðskrár en þar er flett upp í kjörskrá sem var gerð þann 6. apríl síðast liðinn.
    Kjörstjórnir sjá um að bæta kjósendum við á öll útprentuð eintök kjörskrár.

    Kosning utankjörfundar á kjördag 14. maí þarf sjálfur að koma atkvæði sínu til skila til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem kjósandi er á kjörskrá. Hér er má sjá lista yfir kjörstjórnir á landinu.

  • Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 14. maí 2022, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. kl. 12 á hádegi 6. apríl 2022.

    Sama á við um danska, finnska, norska og sænska ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, eiga einnig kosningarrétt, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.

  • Ef þú hefur fengið staðfestingu frá Þjóðskrá um að þú hafir verið leiðrétt/ur inn á kjörskrá þá breytast ekki upplýsingar í uppflettingunni á vef Þjóðskrár en þar er flett upp í kjörskrá sem var gerð þann 6. apríl síðast liðinn. 

    Kjörstjórnir sjá um að bæta kjósendum við á öll útprentuð eintök kjörskrár. 

Kosning.is

Upplýsingasíða á vef Stjórnarráðsins varðandi kosningar.

Skoða nánar

Sveitarfélög á Íslandi

Finna sveitarfélag

Ný lög um kosningar

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022 og féllu þá úr gildi eldri lög um kosningar.

Skoða ný lög