Dvöl skemur en 6 mánuðir

Ef þú ert EES/EFTA ríkisborgari eða ríkisborgari einhvers Norðurlandanna og ert að fara að vinna launaða vinnu á Íslandi skemur en 6 mánuði þarftu að leita til Skattsins vegna umsóknar um kerfiskennitölu. Sjá eyðublað RSK 3.30 Umsókn erlends ríkisborgara um kerfiskennitölu á vef Skattsins. Skattkort er útgefið í kjölfar útgáfu á kerfiskennitölu. Kerfiskennitala veitir þér engin réttindi á Íslandi og staðfestir ekki rétt til dvalar.

Þurfir þú á kerfiskennitölu að halda vegna annarra ástæðna en vegna vinnu, þarftu að leita til þess opinbera aðila sem gerir kröfu um íslenska kennitölu starfsemi sinnar vegna.

Stofna kerfiskennitölu

Sjá eyðublað RSK 3.30 Umsókn erlends ríkisborgara um kerfiskennitölu.

Vefur Skattsins