Athugið!
Til þess að hægt sé að skrá flutninginn þarf einnig að koma í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár í Reykjavík eða til næsta lögregluembættis og framvísa löggildum skilríkjum.
Hægt er að tilkynna flutning til Íslands rafrænt, nema þegar um er ræða flutning frá einhverju Norðurlandanna. Eftir að rafrænni flutningstilkynningu hefur verið skilað inn þá þurfa allir aðilar sem flytja að mæta á móttökustað og framvísa þar gildum ferðaskilríkjum. Móttökustaðir vegna flutnings til landsins eru afgreiðslur Þjóðskrár í Reykjavík og skrifstofur lögreglustjóra. 

Flutningur verður ekki skráður fyrr en einstaklingar hafa mætt á móttökustað og framvísað skilríkjum sínum. Eins er hægt að mæta í afgreiðslur Þjóðskrár í Reykjavík og tilkynna um flutning til landsins og þá þurfa einnig allir sem flytja að mæta og framvísa skilríkjum sínum.

Flutning frá Norðurlöndunum til Íslands þarf að tilkynna í eigin persónu á móttökustað, sem eru afgreiðslur Þjóðskrár í Reykjavík og skrifstofur lögreglustjóra. Flutning frá Norðurlöndunum skal tilkynna á formi A-257 og þurfa allir sem flytja að mæta á móttökustað og framvísa skilríkjum sínum.

Tilkynna skal flutning innan 7 daga eftir komu til landsins.

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilisskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Dulið lögheimili

Einstaklingur og fjölskylda á sama lögheimili getur óskað eftir því að fá lögheimili sitt dulið.

Nánar um dulið lögheimili

Veitur

Ef þú ert að flytja eða vilt að nýr notandi taki við sem greiðandi af ákveðnum mælum er mikilvægt að tilkynna það hjá Veitum.

Tilkynna flutning hjá Veitum

Póstfang

Athugið að einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum

Tilkynna