Dvöl lengur en 6 mánuðir

Ef þú hyggst dvelja lengur en 6 mánuði á Íslandi þá átt þú að skrá lögheimili þitt á Íslandi. Þú verður að koma á skrifstofu Þjóðskrár eða til næsta lögregluembættis og skrá þig til landsins innan 7 daga frá komu til landsins.

Þetta þarft þú að koma með í eigin persónu

  • Vegabréf eða önnur gild ferðaskilríki.
  • Allir sem flytja til landsins þurfa að gera grein fyrir sér í eigin persónu, börn á grunnskólaaldri sem og fullorðnir.

 

Sérstakar reglur gilda um börn sem flytja ekki til Íslands með báðum forsjárforeldrum.

Fyrir þá sem flytja til Íslands frá öðru norrænu landi gildir norrænn samningur um almannaskráningar milli Danmerkur (þ.m.t. Grænland og Færeyjar), Finnlands (þ.m.t. Álandseyjar), Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Samningurinn kveður á um að aðeins sé hægt að vera skráður til lögheimilis á einum stað á Norðurlöndum. Við skráningu lögheimilis á Íslandi tilkynnir Þjóðskrá brottflutningslandinu um skráningu lögheimilis á Íslandi og við það er einstaklingurinn skráður sem brottfluttur til Íslands í þjóðskrá þess lands sem flutt er frá. 

Þinn réttur

Dvöl umfram 6 mánuði án lögheimilisskráningar í þjóðskrá er ólögleg og hefur áhrif á réttindi. Réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er að mestu leiti háður því að viðkomandi sé með skráð lögheimili og því er ráðlegt að það sé skráð hið fyrsta.

Allir einstaklingar sem skráðir eru til lögheimilis á Íslandi í fyrsta sinn eru skráðir á þjóðskrá og fá útgefna kennitölu. Kennitala án lögheimilisskráningar á Íslandi veitir takmörkuð réttindi.

Um flutning barna á milli landa

Nánari upplýsingar um flutning barna á milli landa.

Flutningur barna

Um flutning hjóna á milli landa

Nánari upplýsingar um flutning hjóna.

Flutningur hjóna