Erlendir ríkisborgarar

Reglur um kosningar til sveitarstjórna.

Norrænir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi 3 ár samfellt fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. 

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við kjör forseta Íslands, við alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur og eru því ekki á kjörskrárstofni. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma. Þeir eiga kosningarrétt samkvæmt lögum nr. 85/1946.