Námsmenn á Norðurlöndum

Námsmenn á Norðurlöndum þurfa að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Tilkynningunni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á námsvist.

Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Mikilvægt er að sækja um sem allra fyrst fyrir kosningar en mögulegt verður þó að senda inn tilkynningu fram til daginn fyrir kjördag.