Rafræn skráning meðmælenda

Ákveðið var að heimila rafræna skráningu á meðmælendalista fyrir forsetakjör sem fram fór 27. júní 2020.

Viðmótið fyrir rafræn meðmæli virkar þannig:

  • Meðmælandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum
  • Mæla með forsetaefni með því að velja “Mæla með” við nafn þess sem mæla á með.
  • Hægt er að afturkalla meðmæli þar til söfnun lýkur. Það er gert með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og velja “Hætta við meðmæli”. Þá er hægt að mæla með öðru forsetaefni
  • Röð forsetaefna er tilviljanakennd og raðast mismunandi eftir innskráningu.