Spurt og svarað varðandi sveitarstjórnakosningar
Hægt að fletta upp á vef Þjóðskrár - smelltu hér
Ef þú kemst ekki á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar til kl 17 á kjördag.
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu
- Norrænn ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu
- Erlendur ríkisborgari sem hefur haft lögheimili hér á landi í 3 ár samfellt á kjördag og á lögheimili í sveitarfélaginu
Á kjörskrá hvers sveitarfélags við sveitarstjórnarkosningar eru þau sem hafa kosningarrétt samkvæmt ofangreindu og voru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt þjóðskrá klukkan 12 að hádegi, 38 dögum fyrir kjördag.
Ertu búsett/ur erlendis?
- Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hafa ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum
- Námsmenn á norðurlöndum gátu sótt um að vera teknir á kjörskrá til 4. apríl síðastliðinn.
Ertu íslenskur eða norrænn ríkisborgari sem hefur flutt til Íslands frá útlöndum eftir gerð kjörskrár?
- Hægt að senda erindi á kosningar@skra.is og óska eftir að vera leiðréttingu inn á kjörskrá
Ef þú hefur fengið skráð íslenskt ríkisfang eftir gerð kjörskrár og ert með lögheimili á Íslandi getur þú sent erindi á kosningar@skra.is og kannað hvort að það sé búið að senda erindi á kjörstjórn um að leiðrétta þig inn á kjörskrá.
- Kjörstjórnir sjá um að bæta kjósendum við á öll útprentuð eintök kjörskrár.
Hver hefur kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum?
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu
- Norrænn ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu
- Erlendur ríkisborgari sem hefur haft lögheimili hér á landi í 3 ár samfellt á kjördag og á lögheimili í sveitarfélaginu
Á kjörskrá hvers sveitarfélags við sveitarstjórnarkosningar eru þau sem hafa kosningarrétt samkvæmt ofangreindu og voru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu í þjóðskrá klukkan 12 að hádegi, 38 dögum fyrir kjördag.
Námsmenn á Norðurlöndum geta sótt um að vera teknir á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum - sjá nánar hér
Athugið að íslendingar búsettir erlendis hafa ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum nema ofangreindir námsmenn.
Frekari upplýsingar um kosningarétt