Ættleiðingar

Sýslumaðurinn í Reykjavík sendir Þjóðskrá útgefin ættleiðingarleyfi til skráningar. Þjóðskrá skráir upplýsingar um foreldra barns á grundvelli ættleiðingarleyfisins. Upplýsingar um þá sem áður töldust foreldrar barns eru jafnframt skráðar á grundvelli upprunagagna þ.e. tilkynningar um fæðingar. Í tilvikum þar sem barn er fætt erlendis þurfa kjörforeldrar jafnframt að skrá barn í þjóðskrá, sjá nánar Barn fætt erlendis.

Upplýsingar um börn á Ísland.is

Upplýsingar um skráða foreldra barna sinna geta foreldrar fundið á Mínum síðum á Ísland.is

Sjá nánar

Ísland.is

Nánar um ættleiðingar á vef Ísland.is

Nánar á vef Ísland.is