Breyting á skráningu

16 ára og eldri:

Einstaklingar sem eru orðnir eldri en 16 ára geta sjálfir tekið ákvörðun um skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag eða  breytt skráningu sinni.

Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræna tilkynningu um skráningu í trú-eða lífsskoðunarfélag geta mætt í afgreiðslu Þjóðskrár eða haft samband við þjónustuver.

Yngri en 16 ára:

Forsjármenn þurfa að undirrita tilkynningu um breytta skráningu barns í trú- eða lífsskoðunarfélag. Hafi barn náð 12 ára aldri þarf að leita álit þess á umbeðinni breytingu.

Ef forsjá barns er sameiginleg tilkynnir annar forsjáraðilinn breytinguna. Hinn forsjáraðilinn þarf að fylla út staðfestingu á þessu eyðublaði

Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræna tilkynningu um skráningu í trú-eða lífsskoðunarfélag geta mætt í afgreiðslu Þjóðskrár eða haft samband við þjónustuver.

Trú- og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Sjá nánar