Ríkisborgararéttur

Íslensk lög heimila tvöfalt ríkisfang og þeir sem öðlast ríkisborgararétt í öðru ríki sem einnig heimilar tvöfalt ríkisfang halda íslenskum ríkisborgararétti og þar með vegabréfi sínu. 

Einstaklingar sem hins vegar vilja öðlast ríkisfang í ríki sem ekki heimilar tvöfalt ríkisfang þurfa að óska eftir að verða leystir undan íslenskum ríkisborgararétti og þegar sú lausn hefur tekið gildi verður vegabréf hans ógilt og því ber að skila. 

Íslenskur ríkisborgari sem fæddur er erlendis og hefur aldrei átt lögheimili hér á landi getur í vissum tilvikum misst íslenskt ríkisfang við 22 ára aldur. (sbr. 12.gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt). Þá þarf að leggja fram umsókn um að halda íslensku ríkisfangi.

Skráning ríkisfangs í þjóðskrá

Upplýsingar um skráningu ríkisfangs í þjóðskrá

Nánar um skráningu ríkisfangs

Missa eða halda ríkisborgararétti

Ísland heimilaði tvöfalt ríkisfang hinn 1. júlí 2003.

Nánar á utl.is

Halda ríkisfangi

Íslenskur ríkisborgari sem fæddur er erlendis og hefur aldrei átt lögheimili hér á landi getur í vissum tilvikum misst íslenskt ríkisfang við 22 ára aldur.

Sjá nánar