Umsóknarferli innanlands
Sótt er um hjá Sýslumönnum.
Umsókn um vegabréf er forskráð hjá ísland.is. Til að hægt sé að forskrá á netinu þarf að vera með rafræn skilríki.
Ferlið er einfalt
Eftir að forskráningu er lokið þurfa umsækjendur að mæta innan 30 daga í eigin persónu á umsóknarstað í myndatöku. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku.
Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.
Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:
- Eldra vegabréf.
- Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini, ef eldra vegabréf er glatað.
Ef umsækjandi á ekki opinbert skilríki vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundarvottum að koma á umsóknarstað, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundarvottar þurfa að hafa meðferðis opinber skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.
Vegabréfið þitt
Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?
Nánar á ísland.isGildistími vegabréfa
Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.
Skoða nánarLög og reglugerðir
Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá
Nánar um lög og reglugerðir