Um vottorð

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími vottorða er allt að 4 virkir dagar eftir að pöntun er móttekin, pöntunardagur er ekki talinn með. Dæmi: Sé vottorð pantað á mánudegi þá má gera ráð fyrir að það sé tilbúið í síðasta lagi í lok dags á föstudegi. Helgar og frídagar teljast ekki til virkra daga. Ef póstleggja á vottorð þá bætist sendingartími Póstsins við afgreiðslutímann.

Pöntun

Einstaklingur getur eingöngu pantað vottorð fyrir sjálfan sig, skráðan maka og börn sín undir lögaldri auk annarra aðila sem viðkomandi kann að hafa forsjá yfir. Foreldrar geta þó alltaf pantað fæðingarvottorð barna sinna. Sé vottorð pantað fyrir hönd annars einstaklings þarf að framvísa umboði (á íslensku eða ensku) sem er vottað af tveimur aðilum. Vottorð eru einungis gefin út á íslensku eða ensku.

Afhending

Rafræn vottorð eru send í pósthólf vottorðshafa á Ísland.is. Allajafna eru rafrænu vottorðin aðgengileg í pósthólfi vottorðshafans sjálfs á Ísland.is en þegar um er að ræða vottorð með fleiri en einum vottorðshafa, t.d. fæðingar-, forsjár- og hjónavígsluvottorð er vottorðið sent í pósthólf þess vottorðshafa sem pantar vottorðið. Vottorð fyrir börn eru send í pósthólf þess forsjáraðila sem pantar vottorð. Dánarvottorð eru send í pósthólf þess sem pantar vottorð.

Þurfi fólk á pappírsvottorði að halda er hægt að fá þau send á lögheimili og er þá vottorðið sent á lögheimili vottorðshafa. Einnig er hægt að koma og sækja vottorð í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands í Reykjavík. Ef vottorð er sótt þarf að framvísa löggiltu skilríki til að fá vottorð afhent.

Ef annar aðili en sá sem vottorð er fyrir sækir vottorð þá þarf sá hinn sami að framvísa umboði og löggiltum skilríkjum. Athugið að athugasemdir vegna vottorða þurfa að berast innan þriggja mánaða frá útgáfu vottorðsins.

Þurfi einstaklingar Apostille vottun á vottorð sín þá er hægt að óska eftir að vottorðið verði sent til Utanríkisráðuneytisins, sem sér um slíkar vottanir. Þjóðskrá Íslands sendir þá vottorðið beint í ráðuneytið, en einstaklingar þurfa svo sjálfir að hafa samband við ráðuneytið til að greiða fyrir vottunina og veita upplýsingar um hvert senda eigi vottorðið. Sendar eru frekari upplýsingar um þetta ferli til einstaklinga þegar vottorðið er sent í ráðuneytið.

Skýringar vegna vottorða

Í tilfellum þar sem þörf er að útskýra atriði sem koma fram á vottorðum sem eru útgefin af Þjóðskrá Íslands t.d. nafnritun, hjúskaparstöðu, kennitölur o.s.frv. getur gagnast að prenta út eftirfarandi skjal