Þjóðskrá09. janúar 2015

Breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild 4. ársfjórðungur 2014

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá 1. október til 31. desember 2014. Þann 13. febrúar 2013 tóku gildi breytingar á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999, (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trúfélögum, lífsskoðunarfélögum o.fl.). Þessar lagabreytingar miðuðu að því að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á við stöðu skráðra trúfélaga. Á vef innanríkisráðuneytisins er að finna lista yfir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá 1. október til 31. desember 2014. Þann 13. febrúar 2013 tóku gildi breytingar á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999, (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trúfélögum,  lífsskoðunarfélögum o.fl.).  Þessar lagabreytingar miðuðu að því að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á við stöðu skráðra trúfélaga. Á vef innanríkisráðuneytisins er að finna lista yfir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Skráningu trúfélags var breytt árið 2013. Til þess að halda samfellu í talningu trúfélagsbreytinga eru ekki taldir þeir sem skráðir eru í eða úr ótilgreindu trúfélagi né heldur börn á fyrsta ári sem ekki fylgja trúfélagsbreytingu forsjármanna.

Hér fylgja nokkrar töflur með greiningu á breytingum sem hafa orðið á tímabilinu.

Úr Þjóðkirkjunni gengu 863 fleiri en í hana á tímabilinu. Í fríkirkjurnar þrjár gengu 162 fleiri en úr þeim og 50 fleiri í önnur trúfélög en úr þeim. Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 212 fleiri en úr því. Nýskráðir utan félaga voru 439 fleiri en gengu í félög eftir að hafa verið utan félaga. 

Breytingar á félagsaðild skráðar frá og með 1. október til 31. desember 2014

Fyrri félagsaðild
Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreint
Alls 1301 945 76 124 6 150
Þjóðkirkjan 82 30 36 16
Fríkirkjur 238 214 5 6 1 12
Önnur skráð trúfélög 174 100 11 40 23
Lífsskoðunarfélög 218 93 13 13 99
Utan trúfélaga 589 538 17 29 5

Miðað er við vinnsludag.
Fríkirkjur: Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn í Reykjavík, Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Til þess að taka dæmi úr töflunni hér fyrir ofan þýða tölurnar að alls gengu 945 úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. október til 31. desember 2014. Af þeim 945 sem gengu úr þjóðkirkjunni skráðu 214 sig í fríkirkjur. Á sama tíma gengu 82 í þjóðkirkjuna, þar af voru 30 áður í fríkirkjum.

Eftirfarandi töflur eru yfirlit um fjölda þeirra sem skiptu um trú- eða lífsskoðunarfélag á 4. ársfjórðungi 2014, annars vegar eftir því í hvaða félag þeir gengu og hinsvegar úr hvaða félagi þeir komu.

Flokkað eftir kyni

Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreind
Karlar 690 36 109 93 109 343
Konur 611 46 129 81 109 246
Fyrri félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreind
Karlar 690 513 38 60 4 75
Konur 611 432 38 64 2 75

Flokkað eftir fæðingarári

Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga
Alls 1301 82 238 174 218 589
1940 og fyrr 15 3 4 4 2 2
1941-1945 14 1 8 1 2 2
1946-1950 26 5 7 6 4 4
1951-1955 42 6 8 7 7 14
1956-1960 56 4 7 8 12 25
1961-1965 55 10 11 10 14 10
1966-1970 77 5 16 15 26 15
1971-1975 113 8 18 13 42 32
1976-1980 148 12 25 22 29 60
1981-1985 154 7 25 18 22 82
1986-1990 230 4 23 23 32 148
1991-1995 224 1 12 31 18 162
1996 - 2000 47 3 7 9 4 24
2001 og síðar 100 13 67 7 4 9
Fyrri félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga
Alls 1301 945 76 124 6 150
1940 og fyrr 15 5 2 5 1 2
1941-1945 14 10 1 1 1 1
1946-1950 26 11 3 8 0 4
1951-1955 42 22 2 10 1 7
1956-1960 56 36 3 8 0 9
1961-1965 55 30 6 14 0 5
1966-1970 77 47 7 5 0 18
1971-1975 113 67 8 11 0 27
1976-1980 147 101 10 14 0 22
1981-1985 155 114 9 12 2 18
1986-1990 230 193 5 12 0 20
1991-1995 224 195 9 10 0 10
1996 - 2000 47 37 5 5 0 0
2001 og síðar 100 77 6 9 1 7

Höfuðborgarsvæðið: Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Smelltu hér til þess að skoða gögnin í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar