Velta á markaði

27.04.2015

Velta á markaði

Vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu var engum kaupsamningum þinglýst á tímabilinu 17. apríl til og með 23. apríl 2015.

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum*. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 308 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22 milljónir króna.

Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 267 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu**. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 90 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Velta á markaði vikuna 17. apríl til og með 23. apríl
Samtals Fjölbýli Sérbýli Aðrar eignir Meðaltal sl.
12 vikna
Höfuðborgarsvæðið
Reykjavík 0 0 0 0 55
Seltjarnarnes 0 0 0 0 3
Mosfellsbær 0 0 0 0 5
Kópavogur 0 0 0 0 21
Hafnarfjörður 0 0 0 0 12
Garðabær 0 0 0 0 9
Samtals 0 0 0 0 104
Velta (millj. kr.) 0 3.958
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) 0 38,1
Suðurnes 14 8 6 0 14
Velta (millj. kr.) 308 296
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) 22 20,9
Akureyri 10 6 3 1 14
Velta (millj. kr.) 267 382
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) 26,7 28,3
Árborgarsvæðið 4 1 3 0 8
Velta (millj. kr.) 90 136
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) 22,6 18

 

* Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar.
** Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus.

 

Smelltu hér til að skoða tímaraðir í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka

Skrá mig á póstlista