Þjóðskrá29. ágúst 2017

Aukin samvinna norrænna kortastofnana

Stjórnendur norrænna kortastofnana hafa til margra ára átt sameiginlega fundi þar sem þekkingu er miðlað milli stofnana og samvinna á sviði kortlagningar, landmælinga og fasteignaskráningar er skipulögð.

Stjórnendur norrænna kortastofnana hafa til margra ára átt sameiginlega fundi þar sem þekkingu er miðlað milli stofnana og samvinna á sviði kortlagningar, landmælinga og fasteignaskráningar er skipulögð. Viðfangsefnin taka hröðum breytingum og því krefjandi fyrir hverja stofnun að halda í við tækninýjungar. Framleiðsla og rafræn miðlun stafrænna landfræðilegra gagna er í brennidepli sem og betrumbætur á sviði landeignaskráningar fyrir land- og fasteignamarkaðinn. Stofnanirnar nota í auknum mæli gervihnattatækni til nákvæmrar staðsetningar og við eftirlit með áhrifum loftslagsbreytinga.
Norrænu stofnanirnar standa einnig frammi fyrir því að framreiða gögn til notkunar í alþjóðlegu samhengi; innan Evrópu sem og hnattrænt. Gögn norrænu kortastofnananna eiga að passa í hið hnattræna púsluspil samræmdra landfræðigagna og vefþjónusta. Landfræðileg gögn skipa stóran sess í innleiðingu og eftirfylgni þegar meta á hversu vel tekst til að ná settum markmiðum Sameinuðu þjóðanna til sjálfbærrar þróunar til ársins 2030.
Norrænu kortastofnanirnar skilja að með samvinnu næst betri árangur. Á síðasta fundi, sem haldinn var í Osló 18. til 20. ágúst sl., samþykktu kortastofnanirnar einróma að styrkja enn frekar samvinnu sín á milli. Mikill kostnaður getur sparast með því að deila þekkingu og farsælum aðferðum. Síðasti fundur fleytti samvinnunni jafnframt skrefi framar með þeirri ákvörðun að kanna möguleika á sameiginlegum aðgerðum og þjónustum með aukna framleiðslu og lækkun kostnaðar að leiðarljósi. Stofnanirnar einbeita sér nú að því að forðast tvítekningar með því að samstilla framleiðsluaðferðir sínar og miðla gögnum sínum gegnum sambærilegar þjónustur. Fyrsta skrefið í þessa átt verður að kanna möguleika og kosti þess að samnýta gervihnattatækni til staðsetningar og eftirlits.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar