Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017

07.12.2017

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017

Í haust var gerð úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga og er þetta í sjöunda sinn sem slík úttekt var gerð. Vefirnir fá stig á skalanum 0–100 og hlaut vefur Þjóðskrár Íslands 99 stig ásamt vef Neytendastofu. Vefir Ríkisskattstjóra, Háskóla Íslands og nýr vefur Stjórnaráðsins fengu 98 stig en vefur Stjórnarráðsins var valinn besti ríkisvefurinn 2017. Vefur Reykjavíkurborgar var valinn besti sveitarstjórnarvefurinn en vefir Fljótsdalshéraðs, Kópavogsbæjar, Akureyrar og Reykjanesbæjar voru einnig tilnefndir. Kannanir á opinberum vefjum hafa verið framkvæmdar annað hvert ár frá 2005. Í ár voru kannaðir rúmlega 200 opinberir vefir og náði úttektin yfir innihald, nytsemi, aðgengi og rafræna þjónustu. Þá var í annað sinn gerð úttekt á öryggi opinberra vefja þar sem vefirnir voru skannaðir til að finna hugsanlega veikleika í öryggi þeirra.

Nánar um úttektir á opinberum vefjum 


Til baka