Þjóðskrá21. desember 2017

Ráðherra fundaði með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins

Í fyrradag 19. desember sat Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,

 


Í fyrradag 19. desember sat Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt öðrum forstöðumönnum stofnana sem heyra undir ráðuneytið, þeim Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar, Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, Hreini Haraldssyni vegamálastjóra, Þórólfi Árnasyni, forstjóra Samgöngustofu og Þorkeli Ágústssyni, rekstrarstjóra Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Einnig sátu fundinn Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og skrifstofustjórar ráðuneytisins, þau Guðbjörg Sigurðardóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Hermann Sæmundsson og Sigurbergur Björnsson. Á fundinum óskaði Sigurður Ingi eftir nánu samstarfi við forstöðumennina og stofnanir þeirra og ráðgerir að heimsækja þær í byrjun nýs árs til að kynna sér starfsemi þeirra nánar.

 

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar