Þjóðskrá11. janúar 2018

Ný gjaldskrá tekur gildi 1. febrúar 2018

Ný gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, nr. 11/2018, tekur gildi 1. febrúar 2018

Ný gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, nr. 11/2018, tekur gildi 1. febrúar 2018.  Helstu breytingar frá fyrri gjaldskrá snúa að hækkun gjalda vegna þjóðskrársamninga en jafnframt er innleiddur afsláttur til miðlara vegna miðlunar á gögnum úr fasteignaskrá.

Flestir liðir gjaldskrár sem snúa að fasteignaskrá hækka ekki. Nokkrar undantekningar eru frá þessu eins og í tilviki mánaðarlegra þjónustugjalda, stofngjalda og tímavinnu starfsmanna og gjalds fyrir sérvinnslu. Þau gjöld sem og gjöld sem snúa að þjóðskrá hækka að jafnaði um 13% og á það við um árgjald fyrir afnot af þjóðskrá, einingaverð í uppfletti og gjöld fyrir úrtaksvinnslur. Hækkunin tekur mið af þróun launavísitölunnar frá 2016 og spá Hagstofunnar um verðlag á þessu ári. Þá hefur verið sett inn nýtt ákvæði sem nær yfir þá aðila sem vinna með persónuupplýsingar úr skrám Þjóðskrár Íslands. Hér má finna nýju gjaldskrána á vef Stjórnartíðinda


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar